Opnað fyrir vetrarleiguna kl. 12:00 í dag

Vegna tæknilegra örðugleika verður ekki hægt að bóka orlofskosti í vetur fyrr en kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 5. ágúst nk. Þá verður opnað fyrir bókanir á orlofshúsum og íbúðum næsta vetur. Vetrarleigutímabilið hefst 1. september og stendur til 1. júní, en þá eru boði orlofshús á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði og Einarsstöðum og orlofsíbúðir félagsins á Höfuðborgarsvæðinu.

Auðveldast er að panta á orlofsvef félagsins, en auðvitað er hægt að hringja í skrifstofur félagsins og panta hús eða bústað.
 
  • Vetrarleigan hefst í byrjun september og stendur til loka maí ár hvert.
  • Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til.
  • Ekki þarf að sækja um jól og páska, en einungis eru vikuleigur í boði.
Upplýsingar um vetrarleigu eru gefnar á skrifstofu Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri. Síminn er 460 3600 og netfangið: ein@ein.is