Síðasti dagur til að borga - dagsferð eldri félaga

Vert er að minna á að nú stendur yfir skráning í tvær ferðir sem Eining-Iðja er með í boði sumarið 2024.

Það er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig fyrir félagsmenn sem hug hafa á að fara með.

Kíkið við á skrifstofur félagsins eða hringið í síma 460 3600 og látið skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi.

Dagsferð fyrir eldri félagsmenn - Þriðjudaginn 2. júlí - kr. 8.000

  • Lagt verður af stað frá Akureyri kl. 9:00 og ekið austur til Húsavíkur. Þaðan verður haldið Tjörnesið austur í Ásbyrgi og svo verður farið upp að Dettifossi að sunnan. Þaðan haldið í Mývatnssveit og síðan til Akureyrar. Snæddur verður hádegisverður í nágrenni Ásbyrgis og kaffi drukkið á Laugum
  • Ferðin kostar kr. 8.000 á mann. Greiða þarf fyrir ferðina í síðasta lagi mánudaginn 24. júní á skrifstofum félagsins. Hægt er að hringja í síma 460 3600 til að fá upplýsingar með að millifæra.