FRESTAÐ Starfslokanámskeið á Dalvík - seinni hluti

FRESTAÐ VEGNA COVID - VERÐUR Á ÁRINU 2022 - AUGLÝST ER NÆR DREGUR!

Á undanförnum árum hefur félagið haldið nokkur námskeið fyrir félagsmenn á aldrinum 65 til 70 ára með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og að leiðbeina við starfslok. Nú hefur verið ákveðið að halda tvö slík námskeið, á Dalvík og í Fjallabyggð, í samvinnu við SÍMEY. Síðasti skráningardagur er 18. nóvember nk.  

Námskeiðin eru eingöngu fyrir félagsmenn í Einingu-Iðju og er þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðið í Fjallabyggð verður í sal félagsins í Fjallabyggð dagana 22. og 29. nóvember nk. en námskeiðið á Dalvík verður í námsveri SÍMEY dagana 23. og 30. nóvember nk. Námskeiðin standa yfir milli kl. 16:30 og 20:00 þessa daga.

Dalvík - Fyrri hluti - Þriðjudagur 23. nóvember 

  • 16:30-16:40  Setning námskeiðs.
  • 16:40-17:40  Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna. Kristján Már Magnússon sálfræðingur.
  • 17:40-18:00  Hressing.
  • 18:00-19:00  Stapi – lífeyrissjóðsmál. Jóna Finndís Jónsdóttir og Kristín Hilmarsdóttir frá Stapa lífeyrissjóði.
  • 19:00-19:50  Heilsueflandi fyrirlestur. Sonja Sif Jóhannsdóttir íþróttafræðingur.

Dalvík - Seinni hluti - Þriðjudagur 30. nóvember  

  • 16:30-17:00  Eining-Iðja, félagið okkar við starfslok. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju.
  • 17:00-17:45  Almannatryggingar og lífeyrismál. Fulltrúi frá sýslumanni.
  • 17:45-18:00  Hressing.  
  • 18:00-18:30  Kynning á félagi eldri borgara á Dalvík.
  • 18:30-19:00  Dalvíkurbyggð, kynning á félagsstarfi eldri borgara.
  • 19:00-19:30  SÍMEY hver erum við - hvað gerum við? Fulltrúi frá SÍMEY.
  • 19:30-19:45  Samantekt og lok.

Athugið að dagskráin er sett fram með fyrirvara um breytingar.   

Heiti námskeiðsDagsDagarTímiStaðsetningSkráning
Fjallabyggð            22. og 29. nóv       Mánudagar      16.30-20.00      Salur Einingar Iðju á Siglufirði           SKRÁNING
Dalvík 23. og 30. nóv Þriðjudagar 16.30-20.00 Námsver SÍMEY í Víkurröst SKRÁNING