Trúnaðarmannanámskeið - Hluti 2 (dagur 1 og 2)

Skráning fer fram hjá félaginu í síma 460 3600, en nemendur þurfa líka að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans – „mínar síður“ 

Stiklur um efnið:

  • Nemendur kynnast starfsemi stéttarfélagsins, réttindum félagsmanna.
  • Nemendur læra á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim.
  • Nemendur kynnast sjóðum félagsins og réttindum félagsmanna í þeim.
  • Nemendur læra reiknitölur helstu launaliða.
  • Nemendur kynnast grunnuppbyggingu launaseðla og launaútreikninga svo og staðgreiðslu skatta.
  • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
  • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
  • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.