FRESTAÐ-Trúnaðarmannanámskeið - Hluti 3

ATHUGIÐ! NÁMSKEIÐINU HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM ÓÁKVEÐINN TÍMA VEGNA AÐSTÆÐNA Í ÞJÓÐFÉLAGINU.

Skráning fer fram hjá félaginu í síma 460 3600, en nemendur þurfa líka að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans – „mínar síður“ 

Stiklur um efnið

  • Megináhersla er lögð á helstu hagfræðihugtök í daglegu lífi og í kjarasamningagerð, s.s. kaupmátt launa, mun á hlutfallslegri hækkun eða krónutöluhækkun.
  • Nemendur kynnast hvað þarf að hafa í huga við gerð samninga.
  • Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
  • Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
  • Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni. Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna.