Farið verður frá Akureyri austur á Seyðisfjörð þann 18. september, en þaðan verður siglt með Norrænu til Færeyja kl. 20:00.
Siglt verður með Norrænu í tveggja manna gluggalausum klefum. Komið verður til Þórshafnar kl. 16:00 þann 19. september. Gist verður á Hótel Brandan allar næturnar, í tveggja manna herbergjum, og er morgunmatur innifalinn.
Farið verður í skoðunarferðir um eyjarnar, en ekki verður farið til Suðureyja.