Kynning fyrir starfsmenn Hótel Eddu á Akureyri

Björn sagði að þetta hefði verið frábært ungt fólk með fjölmargar spurningar um efnið og greinilegt …
Björn sagði að þetta hefði verið frábært ungt fólk með fjölmargar spurningar um efnið og greinilegt er að þau vilja vera með allt á hreinu varðandi réttindi sín og skyldur.

Í morgun fóru tveir starfsmenn félagsins á Hótel Eddu á Akureyri, þeir Björn Snæbjörnsson og Arnór Sigmarsson, og kynntu fyrir starfsmönnum kjarasamning þann sem þeir vinna eftir. Einnig kynntu þeir félagið fyrir starfsmönnunum og fóru yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Björn sagði að það væri alveg frábært að fá tækifæri sem þetta til að fara yfir þessa hluti með starfsfólkinu. „Við höfum verið með svona kynningu á vorintil fjölda ára fyrir starfsmenn hótelsins  vegna þess að forsvarsmenn þess hér á Akureyri hafa óskað eftir því að fá félagið í heimsókn á þessum tíma þegar starfsmenn eru að koma til starfa. Það er mjög gleðilegt að fá svona gott boð til að fá að fræða starfsfólkið, m.a. um réttindi þess og skyldur. Þetta var frábært ungt fólk með fjölmargar spurningar um efnið og greinilegt er að þau vilja vera með allt á hreinu varðandi réttindi sín og skyldur.“