Nýr samningur við SA 2019-2022

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja samninginn við Samtök atvinnulífsins stendur yfir frá kl. 13:00 þann 12. apríl til kl. 16:00 23. apríl.

Kynningarbæklingur um samninginn á íslensku, ensku og pólsku

Lengri opnunartími á skrifstofum félagsins

 • Akureyri – 15. og 16. apríl til kl. 20:00
 • Dalvík – 16. apríl til kl. 19:00
 • Fjallabyggð – 16. apríl til kl. 19:00

Viðvera í Hrísey og á Grenivík

 • Hrísey, á veitingastaðnum Verbúðin - 16. apríl milli kl. 16:00 og 18:30
 • Grenivík, á veitingastaðnum Kontorinn - 16. apríl milli kl. 16:00 og 18:30

Lífskjarasamningurinn 2019-2022

Breytingar á aðalkjarasamningi og greiðasölusamningi SGS og SA

Glærukynning af kynningarfundum félagsins

Kynningarbæklingur um samninginn á íslensku, ensku og pólsku

Helstu atriði kjarasamningsins

 • Kjarasamningurinn gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022

 • Lægstu laun hækka mest, um 30% hækkun á samningstímanum

 • Fjórar hækkanir á tímabilinu, alls kr. 90.000
  1. apríl 2019, 1. apríl 2020, 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022

 • Kjaratengdir liðir hækka um 2,5% á sömu dagsetningum

 • Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa

 • 26 þúsund króna eingreiðsla til útborgunar í byrjun maí 2019

 • Aukið vinnustaðalýðræði, möguleiki á verulegri styttingu vinnutímans

 • Skilyrði sköpuð fyrir verulegri vaxtalækkun á samningstímanum

 • Skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði.

Almenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf

 • 1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
 • 1. apríl 2020 18.000 kr.
 • 1. janúar 2021 15.750 kr.
 • 1. janúar 2022 17.250 kr.

Kauptaxtar hækka sérstaklega 

 • 1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
 • 1. apríl 2020 24.000 kr.
 • 1. janúar 2021 23.000 kr.
 • 1. janúar 2022 26.000 kr.

Kjaratengdir liðir kjarasamninga hækka um 2,5% á sömu dagsetningum, nema um annað hafi verið samið.

Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa.

Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu.

Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf

 • 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði
 • 1. apríl 2020 335.000 kr. 
 • 1. janúar 2021 351.000 kr.
 • 1. janúar 2022 368.000 kr

Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)

 • 2019 92.000 kr.
 • 2020 94.000 kr.
 • 2021 96.000 kr.
 • 2022 98.000 kr.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)

 • 1. maí 2019 50.000 kr.
 • 1. maí 2020 51.000 kr.
 • 1. maí 2021 52.000 kr.
 • 1. maí 2022 53.000 kr.

Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.

Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi:

 1. Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands.
 2. Vaxtir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann.
 3. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna.

Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.

 Innlegg ríkisstjórnarinnar

Meðal helstu atriða í innleggi ríkisstjórnarinnar eru:

 • Nýtt lágtekjuþrep í þriggja þrepa skattkerfi. Ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins aukast um 10.000 kr/mánuði.
 • Húsnæðismál: 2 milljarðar í viðbót í stofnframlög 2020-2022 ca. 1.800 íbúðir, unnið verður með aðilum vinnumarkaðarins að leiðum til að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup og núverandi heimild til nýtingar á séreingarsparnaði verður framlengd.
 • Lífeyrismál: lögfest verður heimild til að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Heimilt verður að ráðstafa tilgreindri séreign til húsnæðismála með tíma og fjárhæðartakmörkum. Farið verður í endurskoðun lífeyristökualdurs í samráði við aðila.
 • Fæðingarorlof lengist úr 9 mánuðum í 10 í byrjun árs 2020 og lengist í 12 mánuði í byrjun árs 2021.
 • Tekið verður á kennitöluflakki samkvæmt tillögum ASÍ og SA og heimildir til refsinga auknar. Keðjuábyrgð um opinber innkaup verður lögfest. Aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumannsals og nauðungarvinnu aukin.
 • Verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verða bönnuð frá 2020 nema með ákveðnum skilyrðum. Frá byrjun árs 2020 verður lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr 5 í 10 ár. Spornað verður við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru, þjónustu og skammtímasamninga.
 • Kynning á yfirlýsingu stjórnvalda vegna kjarasamninga
 • Stuðningur stjórnvalda við lífskjarasamninga
 • Yfirlýsing ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar
 • Skýrsla starfshóps til að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að eignast húsnæði - Glærukynning starfshópsins