Ferðir fyrir félagsmenn

Hjá félaginu starfar ferðanefnd sem skipuleggur ferðir á hverju ári fyrir félagsmenn, bæði innanlands og utan. Ferðanefnd annast undirbúning og skipulagningu einstakra orlofsferða. Aðalfundur ár hvert kýs fjóra félagsmenn í nefndina, og skulu þeir ekki eiga sæti í stjórn félagsins, en auk þeirra á formaður félagsins og í forföllum hans varaformaður, sæti í nefndinni.

Árið 2023 verða eftirfarandi ferðir í boði:

  • 20. júní 2023 - Árleg dagsferð fyrir aldraða félagsmenn 
  • 26. ágúst 2023 - Bárðardalur-Laugafell-Skagafjörður