Innanlandsferðin 2022

Flateyjardalur

Farin verður dagsferð út í Flateyjardal laugardaginn 27. ágúst 2022. Hámarksfjöldi er 90 manns. 

Farið verður með rútu frá Akureyri. Nauðsynlegt er að hafa með sér nesti til dagsins, annað en grillmat. 

  • Ferðin kostar kr. 5.000 á mann, innifalið er akstur, grillmatur, safar og meðlæti.
  • Leiðsögumaður verður með í för.

Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferðina verður á skrifstofum félagsins, sími 460 3600 eða netfangið ein@ein.is, frá þriðjudeginum 4. janúar 2022.

Athugið að síðar verður auglýst hvenær byrjað verður að skrá í eins dags ferðina fyrir eldri félagsmenn.