Hjá félaginu starfar ferðanefnd sem skipuleggur ferðir á hverju ári fyrir félagsmenn, bæði innanlands og utan. Ferðanefnd annast undirbúning og skipulagningu einstakra orlofsferða. Aðalfundur ár hvert kýs fjóra félagsmenn í nefndina, og skulu þeir ekki eiga sæti í stjórn félagsins, en auk þeirra á formaður félagsins og í forföllum hans varaformaður, sæti í nefndinni.
Ferðanefnd félagsins ákvað á fundi árið 2024 að bjóða upp á utanlandsferð annað hvort ár og fjallaferð hitt árið og verður næsta utanlandsferð í boði á árinu 2026 og er næsta fjallaferð áætluð 2027. Jafnframt var ákveðið að það ár sem ekki verður boðið upp á utanlandsferð að þá verði boðið upp á veglegri "Fjallaferð."