Farið verður til Ítalíu dagana 5. til 13. júní 2022, ef næg þátttaka fæst. Hámark 60 manns.
Flogið verður frá Keflavík til Munchen og heim aftur til Keflavíkur frá Mílanó.
Á fyrsta degi verður flogið frá Keflavík til Munchen og ekið sem leið liggur til þýska skíðabæjarins Garmisch-Partenkirchen. Gist verður eina nótt á Mercure hotel.
Á öðrum degi verður haldið suður á bóginn yfir Brennerskarð í Austurríki til Brixen í Suður-Tíról á Ítalíu. Gist á Hotel Grüner Baum í fimm nætur.
Á þriðja degi verður farin dagsferð til Dólómítafjallgarðsins sem er einn þekktasti fjallgarður í Ölpunum. Hann er á heimsminjaskrá UNESCO. Farið með kláf upp á Pordojfjall sem er í um það bil 3.000 metra hæð. Á heimleið ekið fram hjá Rosengarten-tindunum.
Á fjórða degi verður farið til Alpa-bæjarins St. Ulrich í Val Gardena sem er afar fallegur og þekktur fyrir útskurð. Þetta er fæðingarstaður Sigurðar Dementz óperusöngvara og tónlistarkennara. Farið verður með kláf upp á Seiser Alm, sem er hæsta hálendisslétta Evrópu.
Á fimmta degi verður ekið til Merano, en borgin var áður höfuðborg Tíról. Á heimleiðinni verður klaustrið Neustift heimsótt og þar verður vínsmökkun.
Á sjötta degi verður farið með kláfi upp á heimafjall Brixen sem heitir Plose (2.542 metrar).
Á sjöunda degi kveðjum við Brixen og höldum til Desenzano sem stendur við suðurenda Gardavatns. Gist verður á Hótel Desenzano í tvær nætur.
Á áttunda degi verður frjáls dagur í Desenzano
Á níunda degi kveðjum Desenzano og Garda og höldum heim á leið með viðkomu m.a. í bænum Bergamo sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Svo verður haldið til Mílanó þar sem hópurinn mun skoða sig þar um. Flogið verður frá Mílanó kl. 23:50 að staðartíma og komið til Keflavíkur kl. 02:05.
Leiðsögumaður verður Sigurbjörg Árnadóttirog fararstjóri Björn Snæbjörnsson.
Verð kr. 275.000 á mann í tveggja manna herbergi en kr. 310.000 í eins manns herbergi.
Óafturkræft staðfestingargjald er kr. 50.000 sem þarf að greiða innan 10 daga frá pöntun í ferðina.
Athugið! Boðið verður upp á rútuferð til Keflavíkur 4. júní og heim 13. júní. Einnig verður boðið upp á gistingu í Keflavík aðfararnótt 5. júní ef einhver óskar eftir því.
Dregnir verða 18 orlofspunktar frá punktaeign þeirra sem fara í ferðina.
Innifalið í verði:
Ekki innifalið í verði:
Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og skráning í ferðina verður á skrifstofum félagsins, sími 460 3600 eða netfangið ein@ein.is, frá þriðjudeginum 4. janúar 2022.
Athugið að síðar verður auglýst hvenær byrjað verður að skrá í eins dags ferðina fyrir eldri félagsmenn.