Frímann - nýtt orlofshúsakerfi

Með miðakerfinu í Frímann, nýju orlofshúsakerfi félagsins, getur félagið boðið félagsmönnum upp á að kaupa miða sem gilda á fleiri hótel en áður. Undanfarin ár hefur félagið verið með niðurgreidda miða á Kea hótelin, Íslandshótelin og Hótel Eddu. Núna geta félagsmenn einnig keypt niðurgreidda miða á Icelandair hótelin, Hótel Keflavík, Alba gistiheimili, Hótel Ísafjörð, Hótel Vestmannaeyjar, Hótel Heydalur og Hótal Blanda.

Einnig verður félagið þarna inni með til sölu Útilegukortið og Veiðikortið. Auðvelt er að kaupa kortin í gegnum Orlofshúsavefinn, þá sendist pöntun til viðkomandi söluaðila sem senda kortin til félagsmanna. Áfram verður hægt að kaupa þessi kort á skrifstofum félagsins.

Nánari upplýsingar og verð má finna á Orlofsvef félagsins