Hótel Edda

Eins og undanfarin sumur mun Eining-Iðja hafa til sölu greiðslumiða fyrir gistingu á öll Edduhótel landsins. Verð miða fyrir sumarið 2019 er kr. 9.000.

Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt, en vert er að taka fram að morgunverður er ekki innifalinn.

Ekki verður dregið frá punktainneign félagsmanna vegna þessara greiðslumiða. Hér er um að ræða ágæta kjarabót því samkvæmt verðlista Edduhótelanna fyrir sumarið 2019 á slíkt herbergi að kosta kr. 17.000. 

Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelum hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu í gegnum síma eða með tölvupósti og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða. Gangið úr skugga við pöntun um að hótelið bjóði upp á herbergi með handlaug.

Uppfærsla, þegar keyptur er miði fyrir herbergi með handlaug:

  • Sé gist í herbergi með baði greiðist aukagjald kr. 8.000 á herbergi.

  • Sé gist í herbergi með baði á Hótel Eddu Plus* greiðist aukagjald kr. 11.500 á herbergi.

  • Einnig má greiða fyrir herbergi með baði eða Plus herbergi með 2 miðum sem gilda fyrir herbergi með handlaug.

* Hótel Edda Plus eru á Akureyri, Stórutjörnum, Laugum í Sælingsdal og Höfn.

Verðlistaverð Edduhótelanna sumarið 2019 er:

  • Tveggja manna herbergi m/handlaug kr. 17.000*

  • Tveggja manna herbergi m/baði kr. 25.000 *

  • Tveggja manna herbergi m/baði PLUS kr. 28.500*

  • Morgunverður á mann kr. 2.450

  • *Þessi verð eru til viðmiðunar fyrir sumarið 2019, geta verið breytileg.

Miðarnir gilda á eftirfarandi hótelum