Félagsmönnum Einingar-Iðju standa til boða fimm góðir valkostir í orlofsmálum yfir vetrartímann. Hér er um að ræða dvöl í orlofshúsum félagsins á Illugastöðum, Tjarnargerði, Svignaskarði og Einarsstöðum og í orlofsíbúðum félagsins á Höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á Einarsstöðum er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 861 8310 milli kl. 9 og 16 virka daga eða senda tölvupóst á einarsstaðir@simnet.is, en hann sér um að leigja út hús á tímabilinu 1. október til 1. maí. Varðandi tímabilið 1. maí til 2. júní 2023 þá verður hægt að leigja á því tímabili í gegnum orlofsvef félagsins.