Félagsmönnum Einingar-Iðju standa til boða sex góðir valkostir í orlofsmálum yfir vetrartímann. Hér er um að ræða dvöl í orlofshúsum félagsins á Illugastöðum, Tjarnargerði, Húsafelli, Svignaskarði og Einarsstöðum og í orlofsíbúðum félagsins á Höfuðborgarsvæðinu.
- Hægt er að bóka orlofskosti að vetri til frá kl. 12:00 á hádegi 1. ágúst ár hvert, nema annað sé auglýst.
- Vetrarleigan hefst í lok ágúst/byrjun september og stendur til loka maí ár hvert. ATH! þar sem unnið er að innleiðingu nýs félaga- og orlofskerfis fyrir Einingu-Iðju (Tótal) verður haustið 2024 einungis hægt að bóka eignir til að byrja með til áramóta (þ.e. fram yfir jóla- og áramótavikurnar).
- Ekki eru dregnir frá punktar að vetri til.
- Ekki þarf að sækja um jól, áramót eða páska, en þá eru einungis vikuleigur í boði.
Þeir sem áhuga hafa á að leigja hús á Einarsstöðum er bent á að hafa samband við staðarhaldara í síma 471 1734 milli kl. 9 og 16 virka daga eða senda tölvupóst á einarsstadir@simnet.is, en hann sér um að leigja út hús á tímabilinu 1. október til 1. maí.
Upplýsingar um vetrarleigu eru gefnar á skrifstofu Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri. Síminn er 460 3600 og netfangið: ein@ein.is