Hvað gerir trúnaðarmaður?

  • Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og sem slíkur er hann tengiliður félagsins og starfsmannanna.

  • Trúnaðarmaðurinn á að gæta þess að ráðningar- og kjarasamningar standi og að ekki sé gengið á rétt starfsmanna.

  • Starfsfólk á að snúa sér til trúnaðarmannsins með umkvartanir sínar. Trúnaðarmaðurinn á að rannsaka málið strax. Komist hann að því að umkvartanir eigi við rök að styðjast skal hann snúa sér til atvinnurekandans eða fulltrúa hans með umkvörtun og kröfu um lagfæringu.

  • Trúnaðarmaðurinn þarf ekki að bíða þess að kvörtun berist, ef hann grunar að það sé verið að brjóta á starfsmanni getur hann hafist handa við að skoða málið.  Trúnaðarmönnum ber að gefa stéttarfélaginu skýrslu um umkvartanir strax og við verður komið.

  • Allar upplýsingar sem trúnaðarmaður fær í hendur eru trúnaðarmál!