Aðalfundir deilda Einingar-Iðju 2026

Aðalfundir deilda félagsins árið 2026 fara fram á Hótel KEA / Múlabergi á Akureyri fimmtudaginn 5. febrúar kl. 17:00. Mætið á fund, verið virk í deildinni ykkar! Veitingar í boði. 

Félagið skiptist í þrjár starfsgreinadeildir

  • Iðnaðar- og tækjadeild
  • Matvæla- og þjónustudeild
  • Opinberadeild

Fyrst verður sameiginlegur fundur allra deilda þar sem flutt verður erindi og boðið upp á veitingar. Að því loknu munu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund. 

Í ár verður kosið til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur í hverri deild fyrir sig. 

  • Boðið verður upp á akstur til Akureyrar frá Fjallabyggð, Dalvík og Grenivík.
    • Rafræn skráning hér.
    • Skráningu lýkur kl. 13:00 á fundardegi.