Aðalfundur félagsins 2020

Mánudaginn 8. júní 2020 fer fram aðalfundur Einingar-Iðju. Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í HOFI á Akureyri. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í mars og svo í maí en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu þurfti að fresta honum.

Við munum auðvitað virða 2 metra regluna og því verður ekki hægt að bjóða upp á akstur til Akureyrar eins og verið hefur vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Af sömu ástæðu verður ekki boðið upp á veitingar á fundinum.

Dagskrá

 1. Fundarsetning/fundarstjóri.
 2. Látinna félaga minnst.
 3. Skýrsla stjórnar.
 4. Reikningar félagsins.
 5. Lýst kjöri stjórnar, trúnaðarráðs og skoðunarmanna.
 6. Kosning löggilts endurskoðanda.
 7. Kosnir tveir fulltrúar í kjörstjórn og tveir til vara.
 8. Kosið í fastanefndir félagsins og stjórnir.
 9. Kosnir 42 fulltrúa á aðalfund Stapa lífeyrissjóðs.
 10. Ákvörðun um stjórnarlaun aðalstjórnar.
 11. Önnur mál.