Dagsferðin 2019

Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin fimmtudaginn 27. júní 2019. 

Farið verður austur í Kelduhverfi, síðan upp með Dettifossi og upp að Grímsstöðum, þaðan í Mývatnssveit og að lokum til Akureyrar. Margir merkilegir staðir verða heimsóttir, hádegismatur snæddur í Kelduhverfi og á Stórutjörnum verður drukkið kaffi.

Ferðin kostar 6.000 krónur á mann, greitt í rútunni.

Skráning í ferðina er á skrifstofum félagsins og í síma 460 3600 til 25. júní nk.