Dagsferðin 2023

Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin þriðjudaginn 20. júní 2023. (Var fyrst sett á 22. júní en vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti að færa hana fram um tvo daga)

Lagt verður af stað kl. 9:00 frá Akureyri vestur í Húnavatnssýslur. Farinn verður Vatnsdalshringurinn og síðan farið að Þingeyrum. Farið verður til Skagastrandar og síðan ekið yfir Þverárfjall til Sauðárkróks og þaðan yfir Öxnadalsheiði heim.

Snæddur verður hádegisverður á Blönduósi og kaffi drukkið í Skagafirði.

Ferðin kostar kr. 5.000 á mann. (Greitt er í rútu)

Skráning í ferðina hefst þriðjudaginn 3. janúar 2023 á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð, í síma 460 3600 eða með því að senda póst á netfangið ein@ein.is