Dagsferðin 2023

Hin árlega eins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga verður farin þriðjudaginn 20. júní 2023. (Var fyrst sett á 22. júní en vegna óviðráðanlegra orsaka þurfti að færa hana fram um tvo daga)

Lagt verður af stað kl. 9:00 frá Akureyri og verður ekið vestur í Húnavatnssýslur. Farið verður um fremri Blöndubrúna, Svínadal og Reykjabraut, Vatnsdalshringurinn og að Þingeyrum. Þaðan er farið um Blönduós til Kálfshamarsvíkur og áfram fyrir Skaga til Sauðárkróks og Varmahlíðar áður en haldið er yfir Öxnadalsheiði og heim.

Snæddur verður hádegisverður á Blönduósi og kaffi drukkið í Skagafirði.

Ferðin kostar kr. 5.000 á mann. (Greitt er í rútu)

Skráning í ferðina hefst þriðjudaginn 3. janúar 2023 á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð, í síma 460 3600 eða með því að senda póst á netfangið ein@ein.is