Dyravarðanámskeið í SÍMEY

Þó nokkuð hefur verið hringt í félagið og spurt út í næsta dyravarðanámskeið. Nú hefur SÍMEY auglýst næsta námskeið og því er vert að benda á það hér að það mun fara fram á tímabilinu 28. september til 7. október 2020, þrjú kvöld í hvorri viku. Eining-Iðja sér ekki lengur um þessi námskeið þar sem gerður var samstarfssamningur við SÍMEY sem tók m.a. að sér að hafa umsjón með þeim.

Skráningarfrestur er til og með 21. september nk.

Verð kr. 29.000. Vert er að benda félagsmönnum á að kanna styrkjamöguleika vegna námskeiðsins hjá sínum starfsmenntasjóð.

Nánar um námskeiðið og skráning á heimasíðu SÍMEY