Fundur með trúnaðarmönnum - hópur 10

Í október og nóvember heldur Eining-Iðja 18 fundi með trúnaðarmönnum félagsins. Fyrstu fundirnir verða 12. október og sá síðasti 3. nóvember. 14 þeirra verða á Akureyri, tveir í Fjallabyggð, einn á Dalvík og einn á Grenivík. Vegna þess að neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 hefur tekið gildi sem og hertar sóttvarnaaðgerðir var ákveðið að fyrstu níu fundirnir verði rafrænir. Er nær dregur hinum fundunum verður ákvörðun tekin um framkvæmd þeirra.

Dagskrá fundanna verður:

  1. Staðan á hverjum vinnustað. Vinnulega séð og mórall og andleg líðan.
  2. Samningar og úrvinnsla á þeim.
  3. Hvernig getur félagið orðið ykkur betur að liði?
  4. Vinnustaðaeftirlitið.
  5. Önnur mál.