FUNDI FRESTAÐ - Fundur með ungum trúnaðarmönnum

ATHUGIÐ! Þar sem ófært er á landinu var áveðið að fresta fundinum þar til síðar.

Stjórn félagsins ákvað nýlega að kalla saman yngri trúnaðarmenn félagsins til að ræða um unga fólkið og Einingu-Iðju. Anna varaformaður og þau Sigurpáll og Guðbjörg sem eru ungir stjórnarmenn í aðalstjórn mæta á fundinn. 

Fundurinn verður þriðjudaginn 14. janúar nk. kl. 18 í sal Einingar-Iðju á Akureyri, Skipagötu 14, 2. hæð.

Fundi lýkur í síðasta lagi kl. 20

Boðið verður upp á pizzur.