Af óviðráðanlegum orsökum þarf að loka skrifstofu félagsins í Fjallabyggð kl. 12:00 þriðjudaginn 18. mars 2025.
Svarað er í síma á Akureyri og á Dalvík til kl. 16:00.
Við minnum félagsfólk á að inn á Mínum síðum Einingar-Iðju eru hnappar til að senda inn rafrænar umsóknir um styrki úr sjúkrasjóði og úr fræðslusjóðum félagsins og sjúkradagpeninga, þar inni er einnig sótt um og greitt fyrir orlofshús og íbúðir.
Einnig er hægt að senda póst og fyrirspurnir á ein@ein.is