Reglur um skil á gögnum til sjúkrasjóðs Einingar-Iðju og vegna fræðslusjóða félagsins
Í desember þarf að skila inn gögnum fyrr en venjulega
Greiðsla dagpeninga og styrkja vegna desembermánaðar fer fram 30. desember nk. og verður það síðasti greiðsludagur á þessu ári.
Skila þarf gögnum til félagsins í síðasta lagi 17. desember 2021 til að ná þessari útborgun. Það sem kemur inn eftir þann tíma verður greitt í lok janúar 2022.
Vinsamlegast athugið!
Fundur er haldinn í stjórn sjúkrasjóðs Einingar-Iðju einu sinni í mánuði. Gögn sem leggja á fyrir fund þurfa að hafa borist til skrifstofunnar í síðasta lagi 24. hvers mánaðar. ATH! breytilegt er milli ára hvenær skila þarf gögnum í febrúar og desember.
Umsóknir um allar greiðslur úr sjúkrasjóði eru lagðar fyrir fund þ.m.t. dagpeningar, endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar, sjúkranudds, krabbameinsleitar og allra styrkja sem greiddir eru skv. reglugerð sjóðsins.
Það sama gildir vegna skila á gögnum til fræðslusjóða félagsins. Ekki er hægt að ábyrgjast greiðslu um næstu mánaðamót ef gögn koma eftir 24. hvers mánaðar.