11. þing ASÍ-UNG fer fram í Reykjavík í dag, föstudaginn 17. október 2025. Stjórn ASÍ-UNG hefur samþykkt að þingið beri yfirskriftina „Leið ungliða til áhrifa“ og mun dagskrá þingsins taka mið af því auk venjubundinna þingstarfa.
Félagið á rétt að senda tvo aðalfulltrúa og var samþykkt í stjórn Einingar-Iðju að senda sem fulltrúa á þingið þau Elsu Hrönn Gray Auðunsdóttur og Valdimar Friðjón Jónsson, sem eru eða hafa verið trúnaðarmenn hjá félaginu og sitja bæði í deildarstjórnum. Elsa Hrönn hefur setið í stjórn ASÍ-UNG undanfarin kjörtímabil.
Dagskrá fyrir 11. þing ASÍ-UNG 2025
*Stjórnarkjör fer fram samhliða þingdagskrá