43,3% hafa frestað eða hætt við að fara til tannlæknis

Undanfarin ár hefur Eining-Iðja fengið Gallup til að gera umfangsmiklar viðhorfs- og kjarakannanir meðal félagsmanna. Þessar kannanir eru sambærilegar könnunum sem nokkur önnur félög innan verkalýðshreyfingarinnar hafa látið gera. Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar ársins.

Í könnuninni voru margir þættir kannaðir, m.a. var spurt um fjárhagsstöðu viðkomandi og heilbrigðisþjónustu. 

  • 41,8% segja hafa miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni. 24,1% segjast hafa engar eða litlar áhyggjur. Miðað við 42,9% og 28,5% í fyrra.
  • Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði á sl. 12 mánuðum frestað eða hætt við að fara til læknis, tannlæknis eða kaupa lyf af fjárhagsástæðum. Já sögðu 25% þegar spurt var um lækni (aukning um 2%), 18% sögðu já er spurt var um lyf (aukning um 3,5%) og 43,3% sögðust hafa frestað því eða hætt við að fara til tannlæknis (aukning um 7%). 

Um 18% yngri félagsmanna hafa tekið smálán

  • Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði greitt af einhverjum lánum á síðustu 12 mánuðum sögðust 70,5% hafa greitt af húsnæðislánum, 45,8% yfirdráttarlánum, 33,1% bílalánum, 32,2 raðgreiðslulánum, 19,5% af námslánum, 10,9% af smálánum og 4,8% af öðrum lánum.

  • 20,3% sögðust hafa átt í erfiðleikum með að standa skil á afborgunum af lánum (ekki getað greitt af lánunum) á síðustu 12 mánuðum. Er spurt var af hvernig lánum sögðust 54,4% yfirdráttarlánum, 33,3% húsnæðislánum, 32,2 % raðgreiðslulánum og 25,6% smálánum.

  • Þegar aldur er tekinn með í reikninginn þá hafa um 18% félagsmanna á aldrinum 18 til 24 ára greitt af smálánum á tímabilinu og 17% á aldrinum 35 til 44. ára. 

Niðurstöðurnar eru afar gagnlegar fyrir félagið því markmiðið er alltaf að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör og bættan aðbúnað við vinnu. Einnig þarf að gæta þess að áunnin réttindi séu virt. 

Stjórn félagins vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í launakönnun félagsins í ár.