46. þing Alþýðusambands Íslands verður haldið dagana 16. til 18 október 2024 á Hótel Reykjavík Nordica. Fyrsti dagur þingsins, 16. október, verður opinn fyrir alla en ASÍ biður áhugasama um að skrá sig til þátttöku. Einnig verður hægt fylgjast með opna deginum í streymi fyrir þá sem ekki geta sótt þingið í eigin persónu.
Á þessum opna degi þingsins verður fjöldi fyrirlestra, erinda og pallborða um þau málefni sem helst verða til umfjöllunar á þinginu. Til máls taka fjöldi innlendra sem erlendra einstaklinga með góða innsýn í hvern málaflokk. Hægt er að skrá þátttöku hér að neðan. Létt hressing verður í boði fyrir gesti um morguninn áður en málþingið hefst.
16. október - dagskrá
| 10:00 | SETNING MÁLÞINGS |
| Sterk hreyfing – sterkt samfélag | |
| 10:00 | FUNDUR SETTUR – Ávörp |
| 11:00 – 13:00 | AUÐLINDIR Í ÞÁGU ÞJÓÐAR |
| Varðstaða um sameignir þjóðarinnar | |
| 11:00 | AUÐLINDAMÁL – Nýting, sjálfbærni og arðsemi |
| Samtal og erindi um auðlindanýtingu á Íslandi | |
| Sérstakur gestur: Karen Ulltveit Moe (NO) | |
| 12:00 | ORKUMÁL – Orkuvinnsla, afhendingaröryggi og eignarhald |
| Sérstök umræða um þróun orkumála á Íslandi | |
| 13:00 | HÁDEGISHLÉ – HÁDEGISVERÐUR |
| 13:30 – 14:30 | SAMKEPPNI Í ÞÁGU SAMFÉLAGS |
| Hvað verður um krónurnar okkar? | |
| Umfjöllun um stöðu samkeppnismála og áhrif á kjör almennings | |
| Sérstakur gestur: Nick Shaxson (UK) | |
| 14:30 – 15:30 | ÞJÓNUSTA Í ÞÁGU ALMENNINGS |
| Áskoranir framundan í almannaþjónustu | |
| Umræða um grunnþjónustuSérstök áhersla á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu | |
| 15:30 | OPNUM DEGI LOKIÐ |
Eins og áður segir þá verður þessi þingdagur opinn fyrir alla en ASÍ biður áhugasama um að skrá sig til þátttöku. Hægt verður að fylgjast með þinginu í streymi fyrir þá sem ekki geta sótt þingið í eigin persónu.