Aðalfundir deilda verða næsta fimmtudag

Aðalfundir deilda félagsins árið 2024 fara fram á Hótel KEA á Akureyri næsta fimmtudag, 8. febrúar, kl. 18:30. Mætið á fund, verið virk í deildinni ykkar! Veitingar í boði. ATHUGIÐ! fundir munu hefjast einni klst. fyrr en síðustu ár.

Félagið skiptist í þrjár starfsgreinadeildir

  • Iðnaðar- og tækjadeild
  • Matvæla- og þjónustudeild
  • Opinberadeild

Fyrst verður sameiginlegur fundur allra deilda þar sem flutt verður erindi og boðið upp á veitingar, súpu og brauð. Að því loknu munu deildirnar hver fyrir sig halda sinn aðalfund. 

Í ár verður kosið til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur í hverri deild fyrir sig.

Einnig þarf að kjósa til eins árs formann og einn meðstjórnanda í Matvæla- og þjónustudeildinni. 

Boðið verður upp á akstur til Akureyrar


Skráning í rútu, sem fer frá Fjallabyggð fer fram í síma 460 3600. Skráningu lýkur kl. 13 sama dag og fundurinn fer fram.

  • Siglufjörður, rúta kl. 17:00, frá skrifstofu félagsins.
  • Ólafsfjörður, rúta kl. 17:15, frá Tjarnarborg.
  • Dalvík, rúta kl. 17:30, frá skrifstofu félagsins.
  • Sameinast verður í bíla frá Grenivík og Hrísey.
    • Heyrið í svæðisfulltrúa eða varasvæðisfulltrúa.

Mætið á fund, verið virk í deildinni ykkar!