Aðalfundur Einingar-Iðju 2020

Hér má sjá Hermann Brynjarsson, löggiltan endurskoðanda félagsins, fara yfir  ársreikningana
Hér má sjá Hermann Brynjarsson, löggiltan endurskoðanda félagsins, fara yfir ársreikningana

Aðalfundur Einingar-Iðju var haldinn í Menningarhúsinu HOFI á Akureyri í gær, mánudaginn 8. júní. Á fundinum fór Björn formaður yfir skýrslu stjórnar, Hermann Brynjarsson, löggiltur endurskoðandi félagsins, fór yfir ársreikningana og einnig voru kosnir 42 fulltrúar Einingar-Iðju á ársfund Stapa.  Upphaflega átti fundurinn að fara fram í mars og svo í maí en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu þurfti að fresta honum þar til nú og setti það mark sitt á fundinn en þrátt fyrir það var ágætis mæting. 

Sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarráð
Sjálfkjörið var í stjórn og trúnaðarráð félagsins þar sem aðeins einn listi barst með tilnefningum. Stjórn Einingar-Iðju skipa nú: Björn Snæbjörnsson formaður, Anna Júlíusdóttir varaformaður, Hrefna Björg W. Björnsdóttir ritari, Sigurpáll Gunnarsson meðstjórnandi. Einnig svæðisfulltrúarnir þrír, þau Guðrún Þorbjarnardóttir, Margrét Jónsdóttir og Róbert Þorsteinsson, og formenn og varaformenn deildanna þriggja, þau Sigríður K. Bjarkadóttir, Ingvar Kristjánsson, Tryggvi Jóhannsson,  Guðbjörg Helga Andrésdóttir, Svavar Magnússon og Sólveig Auður Þorsteinsdóttir. 

Hér má sjá hverjir sitja í trúnaðarráði félagsins 2020-2021

Hér má sjá nefndir og ráð hjá félaginu 2020-2021