Fimmtudaginn 6. apríl 2017, fer fram aðalfundur Einingar-Iðju. Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í HOFI á Akureyri.
Dagskrá
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Lagabreytingar.
- Kosning 38 fulltrúa á ársfund Stapa lífeyrissjóðs
- Kosning á aðalmanni í stjórn Stapa lífeyrissjóðs
- Önnur mál
Kaffiveitingar og happdrætti
Félagar fjölmennum!!!
ATH! Boðið verður upp á akstur til Akureyrar
- Siglufjörður, rúta kl. 18:00, frá skrifstofunni Eyrargötu 24b
- Ólafsfjörður, rúta kl. 18:15, frá Tjarnarborg.
- Dalvík, rúta kl. 18:30, frá skrifstofunni Hafnarbraut 5.
- Þeir sem ætla að fá far með rútunni verða að láta vita í síma 460 3620 fyrir kl. 12 fimmtudaginn 6. apríl.
Grenivík, svæðisfulltrúi í síma 844 5729. Hringið fyrir kl. 12, 6. apríl til að sameinast í bíla.
Hrísey, svæðisfulltrúi í síma 692 4910. Hringið fyrir kl. 12, 6. apríl til að sameinast í bíla.