Aðalfundur orlofsbyggðarinnar Illugastaða

Í gær, þriðjudaginn 9. júní, fór fram á Illugastöðum aðalfundur orlofsbyggðarinnar Illugastaða. Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og flutti Björn Snæbjörnsson, formaður byggðarinnar, skýrslu stjórnar og fór yfir ársreikningana. Í lok skýrslu stjórnar þakkaði Björn starfsfólki svæðisins með eftirfarandi orðum. "Ég vil sérstaklega þakka þeim hjónum, Jóni og Hlíf á Illugastöðum og Þórólfi , fyrir góða gæslu á svæðinu okkar og þjónustu við dvalargesti, og ekki síst fyrir ánægjulegt samstarf við stjórnina. Einnig vil ég þakka öllu því starfsfólki sem hefur unnið á síðasta starfsári hjá okkur fyrir frábært starf. Gott starfsfólk er ómetanlegt fyrir byggð eins og Illugastaði."

Eining-Iðja á 14 hús í byggðinni, en í byggðinni eru alls 31 hús.

Núverandi stjórn orlofsbyggðarinnar skipa: Björn Snæbjörnsson formaður frá Einingu-Iðju, Jón Rögnvaldsson varaformaður frá FVSA, Sveinn Ingvason ritari frá Eflingu, Jóhann Rúnar Sigurðsson frá FMA og Anna Júlíusdóttir frá Einingu-Iðju. Varamenn í stjórn eru Georg Páll Skúlason frá Grafía - Rafiðnaðarsambandi Íslands og Ásgrímur Örn Hallgrímsson frá Einingu-Iðju.