Aðalfundur orlofsbyggðarinnar Illugastaða 2024

Hér má sjá Tryggva, formann byggðarinnar, flytja skýrslu stjórnar á fundinum.
Hér má sjá Tryggva, formann byggðarinnar, flytja skýrslu stjórnar á fundinum.

Í gær, þriðjudaginn 7. maí 2024, fór fram á Illugastöðum aðalfundur orlofsbyggðarinnar Illugastaða. Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og flutti Tryggvi Jóhannsson, formaður byggðarinnar, skýrslu stjórnar og fór yfir ársreikningana. 

Í lok skýrslu þakkaði Tryggvi öllu því frábæra starfsfólki svæðisins fyrir góð störf á árinu og einnig húseigendum fyrir samstarfið. Stjórnarmönnum fyrir samheldnina og áhugann á að gera byggðina sem glæsilegasta. Megi byggðinni farnast vel í framtíðinni og öllum sem þar munu starfa eða dvelja um lengri eða skemmri tíma.“

Ein breyting varð á stjórn byggðarinnar á fundinum, en vitað var að meðstjórnandinn Jóhann R. Sigurðsson myndi ekki gefa kost á sér á ný. Jóhann var búinn að sitja í stjórn frá því árið 2015 og var honum þökkuð góð störf í þágu byggðarinnar í gegnum árin.

Núverandi stjórn orlofsbyggðarinnar skipa: Tryggvi Jóhannsson formaður frá Einingu-Iðju, Helgi Sveinbjörn Jóhannsson varaformaður frá FVSA, Jón Þórðarson frá Eflingu, Bergvin Bessaon frá FMA og Anna Júlíusdóttir ritari frá Einingu-Iðju. Varamenn í stjórn eru Þorkell Kolbeins frá AFLI starfsgreinafélagi og Ásgrímur Örn Hallgrímsson frá Einingu-Iðju.

Eining-Iðja á 14 hús í byggðinni, en í byggðinni eru alls 31 hús.