Aðgerðir á skrifstofu vegna COVID-19 – Við hvetjum til rafrænna samskipta

Á meðan annar hópurinn sinnir störfum sínum á skrifstofunni mun hinn hópurinn vinna heima. Þetta er …
Á meðan annar hópurinn sinnir störfum sínum á skrifstofunni mun hinn hópurinn vinna heima. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að loka þurfi skrifstofunni alveg ef upp kæmi þar smit eða ef einhver starfsmaður þyrfti að fara í sóttkví. Þannig að skrifstofur félagsins, á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð verða með sama opnunartíma og verið hefur.

Í ljósi þeirra ráðlegginga sem sóttvarnarlæknir hefur gefið vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur félagið ákveðið að frá og með næsta mánudegi verði starfsfólkinu á Akureyri skipt upp í tvo hópa, þetta á einnig við um VIRK ráðgjafana. Á meðan annar hópurinn sinnir störfum sínum á skrifstofunni mun hinn hópurinn vinna heima. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að loka þurfi skrifstofunni alveg ef upp kæmi þar smit eða ef einhver starfsmaður þyrfti að fara í sóttkví.  Þannig að skrifstofur félagsins, á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð verða með sama opnunartíma og verið hefur.

Enn og aftur bendum við félagsmönnum á að fjölda erinda við félagið er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti. Sími félagsins er 460 3600 en einnig má senda póst á ein@ein.is. Netföng einstakra starfsmanna. Með því að nota síma og tölvupóst - þegar unnt er - minnkum við líkur á að COVID-19 breiðist hraðar út en efni standa til. 

Á skrifstofum félagsins eru allir snertifletir sótthreinsaðir reglulega og eftir þörfum. Þeir sem nauðsynlega þurfa að koma er bent á að við innganga eru sprittbrúsar og eiga allir að spritta á sér hendurnar áður en gengið er að afgreiðsluborðum. Við afgreiðsluborð þarf að hafa í huga að í gildi er tveggja metra fjarlægðarregla. 

Þeir sem finna fyrir einhverjum einkennum sem geta bent til þess að viðkomandi sé smitaður, hafa verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum erlendis og þeir sem hafa umgengist fólk sem svo hefur greinst með COVID-19 eru vinsamlegast beðnir um að koma EKKI á skrifstofur félagsins. 

Gott að hafa í huga

  • Félagsmönnum er bent á að kynna sér vel fræðsluefni um smitvarnir sem finna má m.a á heimasíðu landlæknisembættisins og www.influensa.is, og upplýsingavef Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, www.covid.is.
  • Hér má finna leiðbeiningar Vinnueftirlitsins til vinnustaða um leiðir til að vernda starfsfólk sitt vegna COVID-19 smithættu.
  • Here you can find information in english about COVID-19 from Landlæknir.
  • Hér má finna upplýsingar um varúðarráðstafanir og viðbrögð vegna Covid-19 á íslensku, ensku, arabísku, spænsku, persnesku, kúrdísku, pólsku og Sorani.
  • Félagsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) til að fá nánari upplýsingar um hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.