Sundlaug Akureyrar verður með frábært tilboð á árskortum fyrir AN korthafa dagana 20. janúar til 5. febrúar 2015. AN korthafar fá
þá árskort í sundlaugina með 25% afslætti frá fullu verði sem er kr. 33.500.
Félagsmenn Einingar-Iðju sem ekki hafa fengið kortið í hendur geta nálgast það á skrifstofum félagsins á Akureyri, Dalvík
eða í Fjallabyggð.
Starfssvæði Alþýðusamband Norðurlands (AN) er Norðurland og er hlutverk þess að vinna að
alhliða hagsmunum aðildarfélaga og félagsmanna þeirra.
- Aldan, stéttarfélag
- Eining-Iðja
- Byggiðn, Félag byggingamanna
- Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
- Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
- Framsýn, stéttarfélag
- Samstaða
- Sjómannafélag Eyjafjarðar
- Sjómannafélag Ólafsfjarðar
- Verkalýðsfélag Þórshafnar
-
Þingiðn