Ársfundur Stapa 2025 fer fram í dag

Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn í dag, þriðjudaginn 13. maí í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 14:00. Félagið á rétt á að senda 41 fulltrúa á fundinn. Kosning þessara fulltrúa fer fram árlega á aðalfundi félagsins.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Setning ársfundar
  2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla ársreiknings og tryggingafræðilegt mat
  3. Fjárfestingarstefna sjóðsins
  4. Hluthafastefna sjóðsins
  5. Stjórnarkjöri lýst
  6. Kosning löggilts endurskoðanda
  7. Starfskjarastefna
  8. Ákvörðun um laun stjórnar
  9. Val á fulltrúum í nefnd um laun stjórnar
  10. Önnur mál

Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og segir á heimasíðu Stapa að stjórn sjóðsins vonist eftir að sem flestir sjái sér fært að mæta.

Gögn fundarins:
Ársreikningur Stapa 2024
Ársskýrsla Stapa 2024
Tillögur fyrir ársfund
Starfskjarastefna