ASÍ - Bónus lægstir í nýrri könnun

Bónus var bæði með lægsta verðlagið og oftast með lægsta vöruverðið í matvörukönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. og 7. september. Iceland var með hæst verðlag og var oftast með hæsta verðið. Verð þar hækkaði einnig mest milli ára, en sömu vörur og verslanir voru kannaðar 17. október í fyrra. Fjarðarkaup hækkaði verð minnst milli kannana. 

Sjá nánar hér á heimasíðu verðlagseftirlitsins