ASÍ - Jákvæð skref í húsnæðismálum

Á vef ASÍ segir að samhliða undirritun kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum kynntu stjórnvöld umfangsmikinn aðgerðapakka með það að markmiði að styðja við markmið samningsaðila um aukin kaupmátt, lækkun verðbólgu og vaxta.  

Áherslur aðgerðapakkans snúa einkum að því að styðja við barnafjölskyldur og bregðast við erfiðum aðstæðum á húsnæðismarkaði. Með pakkanum er ráðist í fjölbreyttar aðgerðir, m.a. með áframhaldandi fjármögnun almennra íbúðauppbyggingar, umbótum húsaleigulaga, auknum húsnæðisstuðningi. Aðgerðir koma til viðbótar við aðrar boðaðar aðgerðir stjórnvalda, en þar má nefna nýlega aðgerðaáætlun í húsnæðismálum 2024-20281.

Sjá nánar hér.