ASÍ - Launahlutfall í hagkerfinu lækkaði á síðasta ári

Í nýju mánaðaryfirliti ASÍ er að finna umfjöllun um þróun launa og framleiðni í hagkerfinu. Gögnin byggja á nýlegu framleiðsluuppgjöri Hagstofunnar. Um er að ræða fyrstu tölur fyrir síðasta ár sem gjarnan taka breytingum við síðari endurskoðun. Samkvæmt gögnunum dróst framleiðni saman um 2,1% á síðasta ári og laun á vinnustund um 4,9%. Framleiðni og laun eru skilgreind sem framleiðsla og laun auk launatengdra gjalda á hverja unna vinnustund. Á síðasta ári lækkaði hlutfall launa einnig í hagkerfinu. Hin hlið launahlutfalls er hlutur fjármagns í hagkerfinu, þ.e. rekstrarafgangur sem hlutfall af verðmætasköpun. Sá hlutur hefur aukist undanfarin tvö ár. Rekstrarafgangur fyrirtækja var sögulega hár á síðasta ári og jókst umfram verðlagsþróun.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ