ASÍ og BSRB útfæra réttindaflutning milli sjúkrasjóða

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að skrifa undir sam…
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu um útfærslu réttindaflutnings milli sjúkrasjóða aðildarfélaga.

Í gær skrifuðu Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undir sameiginlega yfirlýsingu um útfærslu réttindaflutnings milli sjúkrasjóða aðildarfélaga.

Árið 2019 skrifuðu Alþýðusamband Íslands og BSRB undir viljayfirlýsingu varðandi réttindaflutning milli sjúkra- og styrktarsjóða fyrir félagsfólk aðildarfélaga. Í yfirlýsingunni segir að ASÍ og BSRB séu sammála um að vinna að því að tryggja flutning réttinda félagsfólks aðildarfélaga sinna milli sjúkra- og styrktarsjóða við breytingu á félagsaðild. Tilgangurinn er að tryggja að réttur einstaklinga til sjúkradagpeninga og dánarbóta haldist þegar flutningur verður frá aðildarfélagi ASÍ og yfir til BSRB, eða öfugt, sem annars veldur því að einstaklingurinn þarf að ávinna sér aftur réttindi hjá hinu nýja stéttarfélagi samkvæmt úthlutunarreglum þess.

Fulltrúar ASÍ og BSRB eru sammála um að til að byrja með sé heppilegt að breytingarnar lúti að rétti til greiðslu sjúkradagpeninga og dánarbóta en lýsa þó yfir vilja sínum til að útvíkka umræðuna að öðrum styrkjum þegar reynsla komin á hina nýju framkvæmd.

Jafnframt skuli endurskoða þær breytingar sem um ræðir hér að þremur árum liðnum og fara þar yfir reynslu af
breytingunum.