ASÍ styrkir Hjálparstarf kirkjunnar um jólin

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti í gær Hjálparstarfi Kirkjunnar styrk upp á 800 þúsund krónur. Styrkurinn fer til innanlandshjálpar Hjálparstarfs kirkjunnar, sem hefur undanfarin ár verið með því sniði að skjólstæðingar fá gjafakort svo þeir geti valið sinn mat sjálfir. Með þessu móti er neyð fólks mætt af mannvirðingu og á þann hátt sem örugglega nýtist hverjum og einum hvað best.

Á meðfylgjandi mynd eru Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ.