Næstum því 80% landsmanna telja eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkaði heldur eða allt of lítið. Lítill hluti almennings telur það of mikið.
Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Spurt var: Finnst þér eftirlit með samkeppni á íslenskum neytendamarkað vera of lítið, hæfilegt eða of mikið?
Spurningunni svöruðu 79% á þann veg að það væri of lítið, 16% töldu það hæfilegt og 6% of mikið.
Þá afstöðu að hér á landi gangi eftirlit með samkeppni á neytendamarkaði of langt var helst að finna í hæstu tekjuhópum, meðal fólks með háskólapróf og í röðum kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins.