Átt þú eftir að bóka ferð? Skráningu í Fjallaferð lýkur 16. maí nk.

Vert er að minna félagsmenn á að nú stendur yfir skráning í tvær ferðir sem Eining-Iðja er með í boði sumarið 2025. Skráning í ferðirnar fer fram á skrifstofum félagsins á Akureyri, á Dalvík og í Fjallabyggð og í síma 460 3600. Skráningu í Fjallaferðina um Austurland lýkur kl. 12:00 næsta föstudag, 16. maí, og í Dagsferð eldri félagsmanna kl. 13 föstudaginn 13. júní 2025.

Árið 2025 verða eftirfarandi ferðir í boði:

Ferðanefnd félagsins ákvað á fundi árið 2024 að bjóða upp á utanlandsferð annað hvort ár og verður næsta utanlandsferð í boði á árinu 2026. Jafnframt var ákveðið að það ár sem ekki verður boðið upp á utanlandsferð að þá verði boðið upp á veglegri "Fjallaferð."