Í beinu streymi 5. mars - Staða launafólks á Íslandi

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB mun þriðjudaginn 5. mars nk. kynna niðurstöður spurningakönnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Markmið könnunarinnar er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu og stöðu innflytjenda auk mismununar á íslenskum vinnumarkaði meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.

Fundurinn fer fram kl. 12:00 í Þjóðmenningarhúsinu og er opinn fyrir öll. Einnig er sent út frá fundinum í beinu streymi og boðið upp á rittúlkun á ensku.

Dagskrá:
12:00 -12:30. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu kynnir niðurstöður.
12:30 -13:00. Panelumræður. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB ræða um niðurstöður könnunarinnar og svara spurningum fundargesta.

Nánar hér (streymið mun birtast í þessum hlekk)