Bestu kveðjur heim!

Í dag var farið í dagsferð í Krka þjóðgarðinn í Króatíu og þegar tíðindamaður heimasíðunnar heyrði í…
Í dag var farið í dagsferð í Krka þjóðgarðinn í Króatíu og þegar tíðindamaður heimasíðunnar heyrði í fararstjóra ferðarinnar áðan þá var 30 stiga hiti, allt gengið vel og báðu ferðalangarnir fyrir bestu kveðjur heim.

Nú eru um 50 félagsmenn og makar þeirra í árlegri utanlandsferð félagsins. Í dag var farið í dagsferð í Krka þjóðgarðinn í Króatíu og þegar tíðindamaður heimasíðunnar heyrði í fararstjóra ferðarinnar áðan þá var 30 stiga hiti, allt gengið vel og báðu ferðalangarnir fyrir bestu kveðjur heim.

Á morgun verður farið frá Biograd na Moru, þar sem hópurinn hefur dvalið síðan sl. mánudag, norður á bóginn til Bled í norðvestur Slóveníu þar sem gist verður í tvær nætur.