Bjarg fékk styrk vegna rannsóknar á nýtingu sólarorku fyrir íbúðarhúsnæði

Bjarg íbúðafélag fékk fyrr í mars úthlutað styrk úr Aski mannvirkjasjóði vegna rannsóknar á nýtingu sólarorku fyrir íbúðarhúsnæði.

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður var stofnaður árið 2021 og er hlutverk hans að veita styrki til nýsköpunar – og mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Bjarg mun setja upp sólarsellur á  fjölbýlishús við Silfratjörn og felur verkefnið í sér að rannsaka nýtingu birtuorku og skoða lausnir til að sveifla orkunni.  Einnig verða skoðaðar áskoranir vegna byggingar og skipulagsmála við uppsetningu á húsnæði.

Sjá umfjöllun á RUV

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd, "Almene boliger".

Leiðarljós félagsins er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma.

Á Akureyri á Bjarg eitt fjöleignarhús. Að litlum hluta tveggja hæða með stigahúsi en aðallega þriggja hæða með lyftu og stigahúsi. Í húsinu er 31 íbúð. Upphaf leigu var 1. nóvember 2020.