Björn að fjalla um lífskjarasamninginn

Samtök atvinnurekenda á Akureyri hélt fund í hádeginu í dag á Greifanum. Fundurinn hófst á hefðbundnum aðalfundarstörfum félagsins en að þeim loknum fjölluðu gestir fundarins þau Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambands Íslands, og Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, um nýgerðan lífskjarasamning Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.