Hann er runninn upp, bleikasti dagur ársins! Á Bleika deginum hvetur Krabbameinsfélagið alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Bleikur andi svífur yfir skrifstofur félagsins í tilefni dagsins sem sést vel á fatavali starfsmanna og veitingum sem þeir mættu með í tilefni dagsins. Filman í myndavélinni var búin þegar karlpeningur staðarins mættu aðeins of seint í kaffi og því sjáið þið aðeins hluta af bleika gengi dagsins á Akureyri.