Breyting á dagpeningagreiðslum

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins sem hér segir.

  1. Gisting og fæði í einn sólarhring kr. 38.500
  2. Gisting í einn sólarhring kr. 22.600
  3. Fæði hvern heilan dg, minnst 10 tíma ferðalag kr. 15.900
  4. Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 7.950

Dagpeningar þessir gilda frá og 1. nóvember 2023. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2023.

Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi. Viðmið ferðakostnaðarnefndar eru hámarksupphæðir vegna greiðslu slíkra reikninga.

Ferðakostnaður innanlands er reiknaður út frá verðkönnun þar sem kannað er vænt verð á algengum gististöðum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Almennt er ferðakostnaði innanlands breytt tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti, til þess að endurspegla árstíðarsveiflu í kostnaði gistingar.