Dag- og helgarleigur í boði á Höfuðborgarsvæðinu

Vert er að minna á að nýlega var ákveðið að vera með sveigjanlegri leigutíma í íbúðum félagsins á Höfuðborgarsvæðinu. Frá 5. janúar sl. hefur verið í boði dag- og helgarleigur, eins og er í orlofshúsum félagsins.

Félagsfólk geta á Mínum síðum alltaf bókað orlofskosti félagsins um það bil sex mánuði fram í tímann, fyrir utan tímabilið þegar sumarúthlutun er í gangi. 

Á sumrin, um jól, áramót og páska verður eftir sem áður einungis vikuleigur í boði í öllum orlofskostum félagsins. 

Hér má finna ýmsar leiðbeiningar fyrir Mínar síður félagsins, m.a. hvernig á að bóka orlofseign