Dalvík sagði líka NEI

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi frá Einingu-Iðju. Kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið er ekki að koma að kjaraviðræðum."

Félagið var að fá ábendingu um að Dalvík hefði líka hafnað erindi félagsins eins og Akureyrarbær. Í fundargerð Byggðaráðs frá 11. júlí sl. kemur fram að erindi félagsins hefði verið tekið fyrir og því hafnað. 

"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi frá Einingu-Iðju. Kjarasamningsumboð Dalvíkurbyggðar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið er ekki að koma að kjaraviðræðum."

Viðbrögð sveitarfélaga við erindi félagsins:

  • Akureyrarbær. NEI
  • Dalvíkurbyggð. NEI
  • Fjallabyggð. Óska eftir umsögn deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um málið.
  • Eyjafjarðarsveit.
  • Grýtubakkahreppur.
  • Hörgárbyggð. 
  • Svalbarðsstrandahreppur.