Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót í byrjun desember ár hvert. Upphæðin ákvarðast af starfstíma og starfshlutfalli.
Við hvetjum félagsfólk okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd og að hún sé rétt greidd út miðað við kjarasamninga.
Samtök atvinnulífsins – Almenni markaðurinn
Full uppbót er kr. 110.000.
Greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.
Reiknivél SGS (passa að velja rétt ár)
Ríkið
Full uppbót er kr. 110.000.
Greiðist 1. desember ár hvert.
Reiknivél SGS (Passa að velja rétt ár)
Sveitarfélög
Full uppbót er kr. 140.000
Greiðist eigi síðar en 1. desember ár hvert.
Reiknivél SGS (Passa að velja rétt ár)
Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Við starfslok á að gera upp áunna desemberuppbót.
Hér má finna nánari upplýsingar um desemberuppbótina.